Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   lau 23. júlí 2022 23:20
Ívan Guðjón Baldursson
Neymar vill ekki fara - Navas ósáttur varamaður
Mynd: EPA
Mynd: Getty Images

Brasilíska stórstjarnan Neymar svaraði nokkrum spurningum frá AFP og gaf meðal annars svar varðandi framtíðina.


Neymar hefur verið orðaður við brottför frá PSG í sumar en segist ekki vilja yfirgefa París.

„Ég vil vera áfram hjá Paris Saint-Germain. Enginn frá félaginu hefur sagt mér neitt varðandi framtíðina, ég veit ekki hvaða áform félagið hefur. Ég vil vera áfram hérna," sagði Neymar.

Christophe Galtier nýráðinn þjálfari PSG sagðist vera að íhuga að nota Neymar í holunni fyrir aftan fremsta mann frekar en úti á kanti. Brassinn á þrjú ár eftir af samningi sínum við PSG og er með ákvæði sem gerir honum kleift að framlengja um eitt ár til viðbótar.

Galtier var einnig spurður út í markmannsmálin þar sem Keylor Navas varamarkvörður er talinn vilja skipta um félag.

„Ég veit að Keylor Navas er ósáttur með stöðuna en ég treysti á hann sem varamarkvörð," svaraði Galtier.

Hinn 35 ára gamli Navas á tvö ár eftir af samningnum við PSG. Gianluigi Donnarumma er aðalmarkvörður.

„Ég hef ekki rætt við Neymar um framtíðina þrátt fyrir orðróma. Ef það er eitthvað til í þessum sögusögnum þá er ekki að sjá að það hái leikmanninum á neinn hátt. Hann hefur verið frábær á æfingum," bætti Galtier við fyrr í kvöld.


Athugasemdir
banner
banner