Rashford gæti farið frá Man Utd í janúar - Davies hefur áhuga á að fara til Liverpool - Fer Kobel til Chelsea?
   mið 23. ágúst 2023 14:36
Elvar Geir Magnússon
Heimild: DV 
Albert Guðmunds kærður fyrir kynferðisbrot
Albert Guðmundsson.
Albert Guðmundsson.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
DV greinir frá því að búið sé að kæra landsliðsmanninn Albert Guðmundsson fyrir kynferðisbrot.

Vanda Sigurgeirsdóttir formaður KSÍ staðfestir við DV að sambandið hafi fengið ábendingu um að búið sé að kæra landsliðsmann og DV fullyrðir að um Albert sé að ræða.

Samkvæmt reglum KSÍ má ekki velja leikmann í landsliðsverkefni á meðan mál sem þessi eru á borði lögreglu. Í komandi mánuði er Ísland að fara að leika gegn Lúxemborg úti og Bosníu heima í undankeppni EM.

Albert sneri aftur í íslenska landsliðið í sumar þegar Age Hareide tók við en hann hafði ekki verið í hópnum í heilt ár.

Albert er 26 ára og leikur fyrir Genoa í ítölsku A-deildinni. Hann hefur leikið 35 landsleiki fyrir Ísland.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner