
„Tilfinningin er ótrúleg. Við erum búnar að vinna svo vel að þessu alla leiktíðina og aðeins tapað einum leik. Við hefðum getað skorað fleiri í dag en við gerðum þetta meira spennandi með að skora bara eitt," sagði Lauren Brennan, markaskorari Grindavíkur eftir 1-0 sigurinn á ÍR í dag en hún kemur frá Norður-Írlandi.
Grindavík vann einvígið samanlagt 3-0 og eru þær því komnar í Pepsi-deildina. Emma HIggins, markmaður Grindavíkur fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir mikið bíó.
Grindavík vann einvígið samanlagt 3-0 og eru þær því komnar í Pepsi-deildina. Emma HIggins, markmaður Grindavíkur fékk rautt spjald í seinni hálfleik eftir mikið bíó.
Lestu um leikinn: Grindavík 1 - 0 ÍR
„Þetta var misskilningur, dómarinn sagði að markmaðurinn mætti byrja að hlaupa þegar spyrnumaðurinn byrjaði að hlaupa en svo skipti hann um skoðun" sagði Lauren.
Lauren kann mjög vel að meta lífið á Íslandi og ætlar hún að vera áfram.
„Ég verð klárlega hérna á næstu leiktíð, ég hef elskað að vera hérna síðan ég kom."
Viðtalið má sjá í heild sinni hér að ofan.
Athugasemdir