Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 18:53
Ívan Guðjón Baldursson
4. deild: KFS rústaði KFR - Kormákur/Hvöt og Hamar í undanúrslit
Ian Jeffs er að skora mark á leik með KFS í 4. deild. Hann setti tvö í sigrinum gegn KFR.
Ian Jeffs er að skora mark á leik með KFS í 4. deild. Hann setti tvö í sigrinum gegn KFR.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
KFS, Hamar og Kormákur/Hvöt eru komin áfram í undanúrslit í úrslitakeppni 4. deildarinnar.

Hamar sló KH úr leik með 0-2 sigri á útivelli í fyrri viðureign liðanna. Liðin mættust aftur í dag og skildu jöfn í Hveragerði. Sigur Hamars var aldrei í hættu og niðurstaðan 3-1 sigur samanlagt.

Hamar mætir KFS í undanúrslitum og alvöru suðurlandsslag næsta laugardag. Eyjamenn komust í undanúrslit með stórsigri gegn KFR eftir tap í fyrri leiknum á Hvolsvelli.

Úr varð alvöru markaveisla þar sem heimamenn í KFS skoruðu sex mörk á meðan gestirnir í KFR fengu þrjú rauð spjöld.

Kormákur/Hvöt hafði þá betur gegn KÁ í gríðarlega spennandi viðureign eftir að liðin höfðu gert 2-2 jafntefli í fyrri leiknum.

Oliver James Kelaart Torres gerði eina markið í dag á sjöttu mínútu og kom Kormáki/Hvöt þannig áfram.

Kormákur/Hvöt spilar annað hvort við Kríu eða ÍH í næstu umferð. Kría og ÍH mætast í kvöld en ÍH vann fyrri leikinn 3-0.

Hamar 1 - 1 KH 3-1 samanlagt
1-0 Bjarki Rúnar Jónínuson ('68)
1-1 Jón Arnar Stefánsson ('90)

Kormákur/Hvöt 1 - 0 KÁ 3-2 samanlagt
1-0 Oliver James Kelaart Torres ('6)

KFS 6 - 0 KFR 7-2 samanlagt
1-0 Ian Jeffs ('29)
2-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson ('43, víti)
3-0 Sæbjörn Sævar Jóhannsson ('70)
4-0 Hafsteinn Gísli Valdimarsson ('91, víti)
5-0 Karl Jóhann Örlygsson ('93)
6-0 Ian Jeffs ('95)
Rautt spjald: Baldur Steindórsson, KFR ('64)
Rautt spjald: Ellert Geir Ingvason, KFR ('77)
Rautt spjald: Björn Mikael Karelsson, KFR ('90)
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner
banner