Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 23. september 2020 07:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
Heimild: Vísir/Stöð2Sport 
Margrét segir Sveindísi hafa svarað Guðna vel: Vill fá nýjan völl með enga hlaupabraut
Icelandair
Sveindís undirbýr innkast.
Sveindís undirbýr innkast.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Helena og Ásthildur í stúkunni (mynd frá leiknum gegn Lettlandi).
Helena og Ásthildur í stúkunni (mynd frá leiknum gegn Lettlandi).
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sveindís Jane Jónsdóttir var að leika sinn annan A-landsleik í gær þegar hún lék með landsliðinu gegn Svíþjóð í undankeppni fyrir EM2021.

Innköst Sveindísar vöktu athygli i leiknum og var hún spurð út í þau í viðtali við Stöð 2 Sport í gær. Áður en kom að innkastsspurningum sagði hún leikinn vera þann erfiðasta á ferlinum og mótherjann þann besta sem hún hafi spilað á móti.

Eru innköstin eitthvað sem Sveindís hefur æft sérstaklega?

„Nei ekkert svoleiðis. Ég uppgötvaði þetta í yngri flokkum að ég get kastað svona. Ég notaði þetta þegar ég var yngri og kastaði í markmanninn og skoraði þannig," sagði Sveindís eftir leik í gær.

„Ég er ánægð að geta nýtt þetta svona vel og skora eftir þetta í dag. Það er gott að gefa liðinu auka kraft í innköstunum."

Spyrill sagðist hafa heyrt Guðna Bergsson tjá sig um innköstin uppi í stúku. Guðni á að hafa sagt að hann vildi sjá Sveindísi taka lengri tilhlaup í innköstum til að koma boltanum lengra inn á völlinn. Er það eitthvað sem Sveindís mun skoða?

„Það var svolítið erfitt því það var lítið pláss í hornunum fyrir innköstin. Ég gat eiginlega ekki tekið lengra [tilhlaup]."

Þær Margret Lára Viðarsdóttir, Bára Kristbjörg Rúnarsdóttir og Ásthildur Helgadóttir voru sérfræðingar Stöð 2 Sport á leiknum. Helena Ólafsdóttir stýrði umræðunni.

„Ég held við ættum að færa skiltin fyrir næsta leik," sagði Helena eftir viðtalið við Sveindísi.

„Mér fannst hún bara vera svara Guðna svo vel. Hann er að skjóta á hana og er hún ekki að skjóta á móti að hún vilji fá nýjan völl með enga hlaupabraut? Mér fannst hún svara honum vel," sagði Margrét Lára og hló.


Athugasemdir
banner
banner
banner
banner