Arsenal endurnýjar áhuga á Luiz - Man Utd reynir við Todibo - Tottenham vill Sudakov
banner
   mið 23. september 2020 11:19
Magnús Már Einarsson
Tindastóll getur tryggt sér sæti í Pepsi Max-deildinni í fyrsta skipti í dag
Mynd: Fótbolti.net - Eyjólfur Garðarsson
Tindastóll getur tryggt sér sæti í Pepsi Max-deild kvenna á næsta ári ef liðið vinnur botnlið Völsungs í leik liðanna í Lengjudeildinni klukkan 16:15 á Húsavík í dag.

Tindastóll hefur unnið tólf af fjórtán leikjum sínum í deildinni í sumar og trónir á toppnum með 37 stig. Þar sem Keflavík og Haukar, sem eru í 2 og 3. sæti, eig eftir að mætast tvívegis í sumar er ljóst að sigur í kvöld tryggir sæti Tindastóls í Pepsi Max-deildinni.

Mikil stemning er fyrir leik kvöldsins hjá stuðningsmönnum Tindastóls enda gæti dagurinn orðið sögulegur í fótboltanum á Sauðárkróki.

Mikil uppbygging hefur verið í kvennafótboltanum á Sauðárkróki undanfarin ár.

Árið 2018 endaði Tindastóll í 2. sæti í 2. deildinni og í fyrra var liðið í baráttunni um að komast upp í Pepsi Max-deildina alveg fram í lokaumferðina.

Tindastóll hefur einungis fengið fimm mörk á sig í fjórtán leikjum á þessu tímabili.

Í fremstu víglínu hefur Murielle Tiernan farið á kostum og skorað 21 mark.

Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner