Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fim 23. september 2021 13:00
Sæbjörn Þór Þórbergsson Steinke
„Leikmenn eru ekki það heimskir að skynja ekki mikilvægi leiksins"
Vanmatsþátturinn
Arnar Gunnlaugsson
Arnar Gunnlaugsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Marki fagnað gegn KR
Marki fagnað gegn KR
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Bikarmeistarar 2019
Bikarmeistarar 2019
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í bílstjórasætinu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn, liðið er í efsta sæti deildarinnar en í öðru sætinu situr Breiðablik og vonast til þess að Víkingur misstígi sig í lokaumferðinni á laugardag.

Fótbolti.net ræddi við Arnar Gunnlaugsson, þjálfara Víkings, um leikinn gegn Leikni í lokaumferðinni. Með sigri verður Víkingur Íslandsmeistari.

Gekk erfiðlega að sofna - Enginn afsláttur gefinn
„Það eru allir mjög spenntir á jákvæðan hátt. Það tók smá tíma að ná mönnum niður á jörðina eftir KR leikinn og maður sjálfur var svolítið upp í skýjunum, gekk erfiðlega að sofna. En núna er það bara 'business as usual', þrusuæfing í gær, gott tempó og menn farnir að rífast aftur sem er mjög jákvætt. Menn eru bara hrikalega vel stemmdir," sagði Arnar.

Hvernig er Kári Árnason núna á æfingum vitandi að hann spilar ekki á laugardag? „Hann var með á fullu í gær og var bara eins og hann er venjulega, keyrandi menn í gang og það var enginn slaki í gær. Æfingin var virkilega góð sem ég er mjög ánægður með, fyrsta alvöru æfingin eftir leikinn gegn KR. Það er æfing í dag og æfing á morgun, enginn afsláttur gefinn."

Vanmatsþátturinn og reynslan frá bikarúrslitunum
Víkingur tapaði gegn Leikni í fyrri leik þessara liða, notaru það sem einhverja hvatningu í þennan leik? „Já og nei. Ég held að möguleikinn á Íslandsmeistaratitli sé nægilega mikil hvatning. Mér hefur verið tjáð að það sé smá illt á milli félaganna einhverja hluta vegna, það er einhver saga á milli þessara félaga frá því í gamla daga."

„Það er rétt, við áttum slæman dag í Breiðholti og þeir unnu verðskuldað. Það sýnir að það er ekkert gefins í þessum leik. Við þurfum að vera á tánum, þeir eru mjög vel spilandi lið ef þú leyfir þeim að gera það en við ætlum að selja okkur dýrt."


Er eitthvað úr þessum leik í Breiðholti sem þú nýtir sem lærdóm fyrir þennan leik? „Já, þessi vanmatsþáttur. Þótt menn segist ekki vanmeta lið þá ósjálfrátt einhvern veginn gerist það hjá öllum, sama hvort það er hér á Íslandi eða á Englandi. Ef þú gefur eftir fimm prósent í þessum leik þá ertu bara búinn að vera. Það er ekki bara vandamál í Íslandi, heldur alls staðar."

„Ég held að reynslan árið 2019 þegar við fórum í bikarúrslit hjálpi. Vikan fram að leik er ekkert ósvipuð. Aukin fjölmiðlaathygli og hvernig við höndluðum það. Þá vorum við líka án Kára. Þú ert búinn að upplifa áður og þú veist að þú stóðst uppi sem sigurvegari og getur nýtt það í þennan leik."


Kári Árnason og Þórður Ingason taka út leikbann í leiknum en annars eru allir klárir í leikinn gegn Leikni.

Leikmenn skynja auðvitað mikilvægi leiksins
Munið þið fylgjast með gangi mála á Kópavogsvelli þar sem Breiðablik og HK spila? „Ég held að þetta verði það sama og gegn KR. Það verður það mikið af stuðningsmönnum að þú veist einhvern veginn alltaf hvað er að gerast en þú ert ekkert sjálfur að skoða stöðuna. Það verður að hafa í huga, þegar líður á leikinn, hvað er í gangi. Auðvitað getur það haft áhrif ef staðan er þannig að það þurfi að gera einhverjar taktískar breytingar. En framan af leik og í undirbúningi skiptir leikurinn á Kópavogsvelli engu máli."

Hvernig er undirbúningi fyrir þennan leik háttað?

„Undirbúningurinn er mjög hefðbundinn. Ég held það væru slæm mistök ef við höldum tíu fundi fyrir þennan leik eftir að hafa haldið einn fund fyrir hina leikina. Auðvitað eru leikmenn ekki það heimskir að skynja ekki mikilvægi leiksins. Það er ákveðið jafnvægi sem þarf að halda í undirbúningnum í allri vitleysunni sem er í gangi. Hingað til hefur það ekki verið mál. Auðvitað ertu með, eins og í öllum leikjum, plan A, plan B og plan C eftir því hvað gerist í leiknum sjálfum og annars staðar. Undirbúningurinn er þannig að við erum að fara vinna leikinn, eins og við gerum alltaf," sagði Arnar að lokum.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner