fim 23. september 2021 11:50
Fótbolti.net
Líklegt byrjunarlið Víkings - Kári í banni
Úr fyrri leik Leiknis og Víkings í sumar.
Úr fyrri leik Leiknis og Víkings í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Haukur Gunnarsson
Nikolaj Hansen er markahæstur í Pepsi Max-deildinni.
Nikolaj Hansen er markahæstur í Pepsi Max-deildinni.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Víkingur er í bílstjórasætinu í baráttunni um Íslandsmeistaratitilinn en lokaumferðin verður leikin á laugardaginn.

Víkingar taka á móti Leiknismönnum sem hafa aðeins að keppa um stoltið.

Þegar liðin mættust í Breiðholtinu í fyrri umferðinni vann Leiknir 2-1 en Sævar Atli Magnússon skoraði bæði mörk Leiknismanna. Hann er nú kominn til Lyngby í Danmörku.



Kári Árnason, lykilmaður Víkinga, tekur ekki þátt í leiknum á laugardag þar sem hann tekur út leikbann. Sölvi Geir Ottesen og Halldór Smári Sigurðsson verða því væntanlega saman í hjarta varnarinnar.

Arnar Gunnlaugsson er ólíkindatól þegar kemur að uppstillingum en hér að ofan má sjá hvernig Fótbolti.net veðjar á að byrjunarliðið verði á laugardaginn.

Sjá einnig:
Lokaumferðin verður í beinni á X977

laugardagur 25. september
14:00 Víkingur R.-Leiknir R. (Víkingsvöllur)
14:00 Breiðablik-HK (Kópavogsvöllur)
14:00 Keflavík-ÍA (HS Orku völlurinn)
14:00 KA-FH (Greifavöllurinn)
14:00 Stjarnan-KR (Samsungvöllurinn)
14:00 Fylkir-Valur (Würth völlurinn)
Stöðutaflan
  L U J T ms: mf: mun Stig
0 0 0 0 0 0 0 0 0
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner