Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   fös 23. september 2022 12:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Gengið illa hjá Árna að finna félag á Ítalíu - Áhugi frá Ísrael
Árni í stúkunni á EM kvenna í sumar.
Árni í stúkunni á EM kvenna í sumar.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Sóknarmaðurinn Árni Vilhjálmsson er ekki kominn með nýtt félagslið eftir að hann yfirgaf Rodez í Frakklandi síðasta sumar.

Árni hefur verið að leita sér að félagi á Ítalíu eftir að barnsmóðir hans, Sara Björk Gunnarsdóttir, fór til Juventus í sumar. Það hefur ekki gengið nægilega vel fyrir hann að finna sér félag sem passar vel þar í landi.

Samkvæmt heimildum Fótbolta.net þá er teymið í kringum Árna með aðra markaði inn í myndinni núna og gæti farið svo að hann spili í öðru landi en Ítalíu.

Meðal annars er áhugi á Árna frá Ísrael, en framtíð hans ræðst vonandi á næstu dögum.

Árni, sem er uppalinn hjá Breiðabliki, lék á síðasta tímabili með Rodez í frönsku B-deildinni og skoraði þá tvö mörk í 13 leikjum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner