Isak, Tuchel, Sesko, Amorim, Rabiot, Branthwaite og fleiri góðir í slúðrinu í dag
   fös 23. september 2022 20:52
Brynjar Ingi Erluson
Þjóðadeildin: Englendingar í B-deildina - Ungverjar unnu Þjóðverja
England mun spila í B-deildinni
England mun spila í B-deildinni
Mynd: EPA
Mynd: EPA
Þjóðverjar töpuðu fyrir Ungverjum
Þjóðverjar töpuðu fyrir Ungverjum
Mynd: EPA
Enska karlalandsliðið í fótbolta mun spila í B-deild Þjóðadeildarinnar eftir tvö ár en þetta varð ljóst eftir að liðið tapaði fyrir Ítalíu, 1-0, í kvöld.

Giacomo Raspadori skoraði eina mark leiksins á 68. mínútu eftir háa sendingu Leonardo Bonucci aftur fyrir vörnina. Raspadori fékk nægan tíma til að athafna sig áður en hann skaut boltanum í fjærhornið.

Þetta tap Englendinga þýðir það að liðið spilar í B-deildinni á næsta ári en England er með 2 stig í botnsæti í riðli 1. Ungverjaland er á toppnum með 10 stig eftir að hafa lagt Þýskaland að velli, 1-0, í kvöld.

Adam Szalai skoraði með glæsilegu hælspyrnumarki eftir hornspyrnu Dominik Szboszlai á 17. mínútu.

Bosnía og Herzegóvína hefur tryggt sér sæti í A-deild Þjóðadeildarinnar eftir að hafa unnið Svartfjallaland, 1-0. Þetta þýðir einnig að Bosnía er komið með öruggt sæti í umspilinu fyrir EM 2024.

Eistland fer þá upp í C-deild eftir að hafa unnið Möltu, 2-1, í kvöld.

Úrslit og markaskorarar:

Þýskaland 0 - 1 Ungverjaland
0-1 Adam Szalai ('17 )

Ítalía 1 - 0 England
1-0 Giacomo Raspadori ('68 )

B-deild:

Bosnía og Herzegóvína 1 - 0 Svartfjallaland
1-0 Ermedin Demirovic ('45 )

Finnland 1 - 1 Rúmenía
1-0 Teemu Pukki ('12 )
1-1 Florin Tanase ('52 )

C-deild:

Georgía 2 - 0 Norður-Makedónía
0-1 Bojan Miovski ('35 , sjálfsmark)
1-1 Khvicha Kvaratskhelia ('64 )

Búlgaría 5 - 1 Gibraltar
1-0 Valentin Antov ('23 )
1-1 Roy Chipolina ('26 )
2-1 Kiril Despodov ('36 )
3-1 Radoslav Kirilov ('52 )
4-1 Iliyan Stefanov ('55 )
5-1 Marin Plamenov ('81 )

D-deild:

Eistland 2 - 1 Malta
1-0 Rauno Sappinen ('45 , víti)
1-1 Teddy Teuma ('51 , víti)
2-1 Henri Anier ('86 )
Rautt spjald: Jean Borg, Malta ('45)
Athugasemdir
banner
banner
banner