De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
   lau 23. september 2023 20:06
Brynjar Ingi Erluson
Fernandes skoraði stórbrotið mark sem minnti á Van Persie
Bruno Fernandes skorar þetta glæsilega mark
Bruno Fernandes skorar þetta glæsilega mark
Mynd: Getty Images
Bruno Fernandes, fyrirliði Manchester United, skoraði stórbrotið mark undir lok fyrri hálfleiks gegn Burnley á Turf Moor í ensku úrvalsdeildinni í kvöld.

Jonny Evans, sem var að byrja sinn fyrsta leik síðan 2015, er búinn að eiga frábæran leik.

Hann skoraði mark sem var dæmt af og átti þá stoðsendinguna að marki Fernandes.

Evans kom með langan bolta inn í teig Burnley og tók Fernandes hann á lofti og í netið. Það minnti einna helst á mark Robin van Persie gegn Aston Villa tímabilið 2012-2013.

Staðan er 1-0 fyrir United, en síðari hálfleikurinn var að fara af stað.

Hægt er að sjá markið hér fyrir neðan.

Sjáðu markið hér
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner