De Gea, Ramsdale, Guirassy, Nketiah, Varane, Maignan og fleiri í pakka dagsins
banner
   lau 23. september 2023 22:30
Brynjar Ingi Erluson
Spánn: Valencia tapaði óvænt stigum gegn botnliðinu
Mynd: Getty Images
Almeria 2 - 2 Valencia
0-1 Diego Lopez Noguerol ('14 )
1-1 Sergio Arribas ('59 )
1-2 Javier Guerra Moreno ('63 )
2-2 Sergio Arribas ('69 )

Almería og Valencia gerðu 2-2 jafntefli í La Liga á Spáni í kvöld en Valencia varð af mikilvægum stigum gegn botnliði deildarinnar.

Diego Lopez Noguerol kom Valencia á bragðið á 14. mínútu en Sergio Arribas svaraði á 59. mínútu.

Javier Guerra Moreno kom Valencia aftur í forystu fjórum mínútum síðar en aftur var það Arribas sem svaraði og náði í gott stig fyrir heimamenn.

Þetta var aðeins annað stigið sem Almería fær á þessu tímabili en Valencia er í 5. sæti með 10 stig.
Athugasemdir
banner
banner
banner