Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 23. október 2020 10:43
Magnús Már Einarsson
Ekki haft samband við Leikmannasamtökin um framhald mótsins
Arnar Sveinn Geirsson
Arnar Sveinn Geirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Arnar Sveinn Geirsson, formaður leikmannasamtaka Íslands, ítrekaði á Twitter í dag að KSÍ hafi ekki haft samband eða samráð við samtökin um þá ákvörðun að klára Íslandsmótið í nóvember.

Arnar Sveinn sagði á Twitter í fyrrdag að rödd leikmanna virtist ekki skipta máli varðandi framhald mótsins.

Guðni Bergsson, formaður KSÍ, svaraði ummælunum í gær og sagði að það hefðu verið vonbrigði að lesa þau.

Sjá einnig:
Arnar Sveinn: Rödd leikmanna virðist engu máli skipta
Guðni Bergs: Það voru vonbrigði að lesa þessi ummæli

Arnar Sveinn birti færslu á Twitter í dag þar sem hann ítrekar að KSÍ hafi ekki haft samband eða samráð um framhald mótsins.

„Af gefnu tilefni viljum við, Leikmannasamtök Íslands, koma því skýrt á framfæri að ekki var haft samband eða samráð við LSÍ varðandi þá ákvörðun sem var tekin um framhald mótsins," sagði Arnar á Twiter í gær.

Athugasemdir
banner
banner