Tottenham og Newcastle hafa áhuga á Grealish - Newcastle bjartsýnt á að fá Guehi - Elanga í læknisskoðun
Einar Guðna þurfti ekki að hugsa málið - „Algjört draumastarf"
Halli: Er ekkert í þessu til að hefna fyrir eitt né neitt
Halli Hróðmars: Orðið ansi þungt leik eftir leik
Úlfur Ágúst: Ég reyndi og sem betur fer fór hann inn
Jökull: Við vorum líklegri og sköpuðum betri færi
Heimir Guðjóns: Vítið sem Stjarnan fékk var rangur dómur
„Ekki búin að því og ég veit ekki hvort maður muni gera það"
Svaf ekki mikið - „Þurfum að nota þetta sem spark í rassinn"
Sár, svekkt og leið - „Ég er ekki sú ferskasta núna"
„Þetta er ekki upplifun sem ég hef fengið áður"
Steini: Ég er með samning áfram
Guðrún: Mikið af knúsum og ekki mikið af orðum
Cecilía: Leiðinlegt að hafa ekki gert meira fyrir þau
Karólína Lea: Það er langt síðan ég hef grenjað svona
Magnað viðtal við Glódísi - „Mun aldrei fyrirgefa mér það"
Ingibjörg meyr: Við ætlum að fokking vinna Noreg
Dagný: Ég hefði viljað ná að brjóta
Haddi: Ég skil ekki af hverju allir efast um Viðar
Ívar Örn: Það fer okkur mjög vel að spila hér í Laugardalnum
Grímsi: Vonandi er stíflan brostin sem ég er búinn að vera að glíma við
   mán 23. október 2023 15:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Styttist í að samningur Bryndísar renni út - „Ekki búin að taka ákvörðun"
Kvenaboltinn
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Bryndís Arna Níelsdóttir.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Tekur ákvörðun eftir landsleikina sem eru framundan.
Tekur ákvörðun eftir landsleikina sem eru framundan.
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
„Þetta er bara mjög gaman," sagði Bryndís Arna Níelsdóttir, sóknarmaður Vals, í dag þegar hún tók við verðlaunum fyrir að vera markahæsti leikmaður Bestu deildar kvenna á tímabilinu sem var að klárast.

Bryndís skoraði í sumar 15 mörk í 22 leikjum en hún tók mikið skref fram á við frá því í fyrra.

„Ég er mjög sátt með mig og ánægð, og stolt. Markmið númer eitt, tvö og þrjú hjá mér var að komast í byrjunarliðið. Þetta er gífurlega sterkt lið. Ég tók fullt af aukaæfingum og ætlaði að koma mér á þann stað," sagði Bryndís en hún hjálpaði Valsliðinu að ná Íslandsmeistaratitlinum.

„Það er svo mikill sigurkúltúr þarna og það er mjög gaman að vinna með þessum stelpum. Að landa þessum titli með þeim var geggjað."

Bryndís verður samningslaus í lok árs en hún ætlar að taka ákvörðun um framhaldið eftir landsleikjagluggann sem er framundan.

„Þetta kemur bara allt í ljós á næstu mánuðum. Ég er ekki búin að taka neina ákvörðun núna og ætla að einbeita mér að landsliðsverkefninu," sagði Bryndís en þegar hún var spurð hvort önnur íslensk félög hefðu heyrt í sér þá sagði hún:

„Já, það eru alltaf einhverjir möguleikar. Ég skoða þá eftir landsliðsverkefnið. Þá tek ég ákvörðun."

Bryndís hefur meðal annars verið orðuð við Stjörnuna.

Hún segir þá að atvinnumennskan sé að heilla sig mikið. „Það er minn draumur. Það er bara spurning með tímasetningu og rétta liðið. Ég skoða þetta bara."

Hægt er að sjá allt viðtalið í spilaranum hér fyrir ofan.
Athugasemdir