Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   mán 23. nóvember 2020 09:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
EM U21 með breyttu sniði - Spilað í mars og júní
Dregið í riðla 10. desember
U21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM í annað sinn.
U21 landsliðið tekur þátt í lokakeppni EM í annað sinn.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísland verður á meðal þátttökuþjóða á Evrópumóti U21 landsliða næsta sumar.

Þetta er í annað sinn sem Ísland tekur þátt í lokamótinu og í fyrsta sinn í tíu ár. Síðast komumst við á mótið 2011 og voru þá nokkrir leikmenn í liðinu sem spilað hafa býsna stórt hlutverk í velgengni A-landsliðsins síðustu ár.

U21 mótið, sem verður haldið í Ungverjalandi og Slóvakíu, verður með öðruvísi sniði næsta sumar. Það átti upphaflega að fara fram 9. til 26. júní 2021 en það var fært eftir að það þurfti að fresta EM A-landsliða frá sumrinu 2020 til sumarsins 2021 vegna kórónuveirufaraldursins.

Til þess að U21 lokamótið skarist ekki á við EM A-landsliða þá fer það fram í tveimur hollum. Riðlakeppnin fer fram 24. til 31. mars og svo fer útsláttarkeppnin fram 31. maí til 6. júní. Það verður leikið í fjórum riðlum og komast tvö efstu liðin úr riðlunum fjórum í 8-liða úrslit.

Dregið verður í riðla þann 10. desember næstkomandi en ásamt Íslandi verða þáttökuþjóðirnar:

Ungverjaland, Slóvakía, Rússland, Sviss, Holland, Danmörk, Spánn, England, Frakkland, Ítalía, Portúgal, Tékkland, Þýskaland, Króatía og Rúmenía.

Spánn er ríkjandi meistari.

Hér að neðan má hlusta á útvarpsþáttinn Fótbolta.net frá því á laugardag þar sem Arnar Þór Viðarsson, þjálfari U21 landsliðsins, var á línunni.

Sjá einnig:
A-landslið byrjar undankeppni á sama tíma og U21 spilar í úrslitum
Útvarpsþátturinn - Arnar Viðars, Sindri Kristinn og enski
Athugasemdir
banner
banner
banner