Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. nóvember 2020 06:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Heiðdís framlengir við Breiðablik til 2023
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Miðvörðurinn Heiðdís Lillýardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks til 2023.

Heiðdís kom til Blika frá Selfossi fyrir fjórum árum en hún byrjaði ferilinn með Hetti á Egilsstöðum. Hún hefur verið lykilmaður í vörn Breiðabliks síðustu ár og sannað sig sem einn sterkasti varnarmaður landsins.

Breiðablik fékk aðeins á sig þrjú mörk í Pepsi Max-deildinni í sumar þegar liðið varð Íslandsmeistari. Heiðdís og Kristín Dís Árnadóttir mynduðu ógnarsterkt miðvarpar. Þær voru báðar valdar í lið ársins hjá Heimavellinum.

Heiðdís átti einnig stóran þátt í Íslands- og bikarmeistaratitlum Blika 2018. Hún hefur alls leikið 107 leiki fyrir Breiðablik.

Heiðdís á þá að baki 19 leiki með yngri landsliðum Íslands og verið valin í æfingahópa A-landsliðsins.

Heiðdís Lillýardóttir hefur framlengt samning sinn við Íslandsmeistara Breiðabliks um þrjú ár og er nú...

Posted by Knattspyrnudeild Breiðabliks on Föstudagur, 20. nóvember 2020

Athugasemdir
banner
banner
banner
banner