Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 23. nóvember 2020 20:09
Brynjar Ingi Erluson
Svíþjóð: Ísak spilaði í sigri Norrköping - Nyman skoraði úr þremur vítaspyrnum
Ísak Bergmann Jóhannesson
Ísak Bergmann Jóhannesson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Ísak Bergmann Jóhannesson var að sjálfsögðu í byrjunarliði Norrköping sem vann Falkenberg 4-1 í sænsku úrvalsdeildinni í kvöld en Norrköping er í harðri baráttu um Evrópudeildarsæti.

John Chibuike kom Falkenberg yfir snemma leiks en á 21. mínútu fékk Norrköping víti og skoraði Christoffer Nyman örugglega úr spyrnunni. Hann fiskaði svo sjálfur annað víti ellefu mínútum síðar og bætti hann þar við öðru marki.

Tveimur mínútum síðar fékk Norrköping þriðja vítið og fullkomnaði Nyman þar þrennu sína. Ishaq Abdulrazak gulltryggði svo sigurinn í síðari hálfleik og lokatölur 4-1.

Ísak spilaði allan leikinn í liði Norrköping sem er nú í fimmta sæti með 43 stig þegar tvær umferðir eru eftir en liðið er aðeins tveimur stigum á eftir Djurgården og Häcken.

Oskar Sverrisson kom þá inná sem varamaður á 81. mínútu í 1-1 jafntefli Häcken gegn Gautaborg í dag.

Athugasemdir
banner
banner
banner