Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   þri 23. nóvember 2021 12:15
Elvar Geir Magnússon
Brotist inn á heimili Ansu Fati meðan hann var í stúkunni
Ansu Fati (til hægri) með Ousmane Dembele á leiknum.
Ansu Fati (til hægri) með Ousmane Dembele á leiknum.
Mynd: EPA
Á meðan Ansu Fati horfði á fyrsta leik Barcelona undir stjórn Xavi brutust innbrotsþjófar inn á heimili hans, fjölskylda hans var heima þegar innbrotið fór fram.

Hinn nítján ári Fati er á meiðslalistanum og var í stúkunni þegar Barcelona vann 1-0 sigur gegn Espanyol um helgina. Þegar hann kom heim til sín komst hann að því að brotist hefði verið inn í húsið. Peningum, úrum og skartgripum var rænt.

Nokkrir fjölskyldumeðlimir voru heima þegar innbrotið átti sér stað. Þeir heyrðu læti á efri hæðinni og hringdu á lögregluna. Þegar lögreglan mætti á staðinn fannst enginn á efri hæðinni. Innbrotsþjófarnir voru horfnir á braut.

Fati mætti á lögreglustöðina og tilkynnti hvað hefði verið tekið úr húsinu.
Athugasemdir
banner
banner