Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   þri 23. nóvember 2021 11:30
Elvar Geir Magnússon
Forseti Porto til rannsóknar hjá yfirvöldum
Jorge Nuno Pinto da Costa, til hægri.
Jorge Nuno Pinto da Costa, til hægri.
Mynd: EPA
Portúgölsk yfirvöld létu gera húsleit í höfuðstöðvum Porto en forseti félagsins, Jorge Nuno Pinto da Costa, er til rannsóknar. Hann er sakaður um skattsvik, misnotkun á trausti og peningaþvætti.

Portúgalskir fjölmiðlar segja að 9 milljónir evra hafi verið greiddar til tveggja umboðsmanna þegar brasilíski varnarmaðurinn Eder Militao fór frá Porto til Real Madrid.

Það sé meðal þess sem verið er að rannsaka en í skoðun eru tilfelli sem áttu sér stað frá 2017 til dagsins í dag.

Í yfirlýsingu segir Porto að félagið muni sýna samvinnu með stjórnvöldum að rannsókninni.
Athugasemdir
banner
banner
banner