Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   þri 23. nóvember 2021 08:30
Brynjar Ingi Erluson
Íhugar að nota Pulisic sem vængbakvörð
Christian Pulisic
Christian Pulisic
Mynd: Getty Images
Thomas Tuchel, stjóri Chelsea, segist ætla að íhuga það að nota bandaríska landsliðsmanninn Christian Pulisic sem vængbakvörð í framtíðinni.

Pulisic kom til Chelsea fyrir tveimur árum og hefur náði að spila sinn inn í byrjunarliðið.

Meiðsli hafa aðeins sett strik í reikninginn en Tuchel er þakklátur fyrir að hafa hann enda getur hann spilað margar stöður framarlega á vellinum og jafnvel í bakverði ef þess þarf.

Pulisic spilaði reglulega vængbakvörð hjá Dortmund og vonast Tuchel til að geta notað hann eitthvað í þeirri stöðu.

„Hann getur spilað hvaða stöðu sem er þarna fremst. Hann getur spilað sem nía og sem hreinræktaður framherji og á báðum köntunum," sagði Tuchel

„Hann spilaði mjög vel með Dortmund í vængbakverði og ef við viljum sækja aðeins meira þá væri hentugt að nota hann þar."
Athugasemdir
banner
banner
banner