Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
banner
   fim 11. desember 2025 22:14
Snæbjört Pálsdóttir
Viktor Örn: Sjóaðir í að standa upp við mótlæti
Viktor Örn Margeirsson
Viktor Örn Margeirsson
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar þeir unnu írska liðið Shamrock Rovers 3-1 á Laugardalsvelli.

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir sigurleikinn svaraði Viktor Örn Margeirsson einn af markaskorurum kvöldsins, 

„Bara góð, góð þrjú stig. Skemmtilegt að taka sigur og bara ánægður."


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Shamrock Rovers

"Ég myndi segja að hún væri solid, góð varnarlega. Við unnum sem lið, hún var kraftmikil. Ef maður horfir á þetta aftur þá er maður eflaust að sjá eitthvað að maður hefði getað nýtt betri tækifæri með boltann. Það eru eflaust fleiri pláss sem við gátum nýtt okkur en þeir gera okkur erfitt fyrir þannig að við kannski héldum ekki alveg nóg í boltann að því leytinu en við vorum samt beittir þegar reyndi á og gerðum vel þá. Solid varnalega en eigum inni." 

„Þekkjum þá ágætlega, höfum spilað við þá tvisvar og kannski keimlíkt lið. En þú veist, kannski eins og þjálfarinn hafði orð á því fyrir leik að þeir væru miklu betri en áður og er það eflaust þannig en þeir eru bara með mjög öflugt lið og góðir leikmenn þarna."

„Ég held maður sé orðinn ágætlega sjóaður í því að láta veðrið og kannski hluti sem maður stjórnar ekki neitt hafa minni áhrif, þannig að gíra sig í þetta er bara fínt. Það er ekkert val um annað en það gerir fótboltann aðeins erfiðari. Ef maður ætlar að spila þann fótbolta sem við viljum spila þá er þetta kannski aðeins meira trickí. Það var þarna vindur oft bara í allar áttir sem að gerði okkur á köflum erfitt fyrir en engu að síður fengu bæði liðin þetta veður og við þurftum að gera eins vel úr því og við gátum."

Breiðablik lenti undir í leiknum var aldrei vafi á því að jafna og vinna þennan leik?

„Nei að sjálfsögðu ekki, við lendum undir. Það er mark sem þeir skora og það breytir kannski dýnamíkinni aðeins en við náttúrlega vorum staðráðnir í að vinna þennan leik. Markið kom snemma hjá þeim þannig að við vorum ekkert að fara að láta það brjóta okkur eitthvað."

„Við getum ekki breytt okkur of mikið þó við fáum högg í andlitið, Við erum allir orðnir sjóaðir í því að standa upp við mótlæti." 

Næsti leikur Breiðabliks verður gegn liði Strasbourg þann 18. desember nk. í Frakklandi

„Við þurfum bara að fara og leggja okkur alla fram, sækja djúpt í gildin okkar og sjá hvað gerist."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner
banner