Aké hafnar West Ham - Johnson að skrifa undir hjá Palace - Úrvalsdeildarfélög vilja Nwaneri - Man Utd skoðar Mateta - Vuskovic vekur áhuga
17 ára á toppnum í Danmörku - „Finnst ég vera á sama getustigi ef ekki betri“
Ísak Andri tók fund með meisturunum - „Skoða alla möguleika núna í janúar“
Fótbolta nördinn - Draumaliðið vs KR
Kristall Máni: Hef alltaf vitað að fótboltahæfileikarnir hverfa ekki
Jóladagatalið: Stólar fullir af hálfvitum
Jóladagatalið: „Vonandi hefur Gummi Ben eitthvað lært af þessu“
Kominn í grænt eftir eitt tímabil í Svíþjóð - „Eftir það tók ég ákvörðun um að fara annað“
Ætlaði ekki að koma heim - „Þegar ég talaði við Óskar lá þetta fyrir“
Jóladagatalið: Kristján Óli eftir að hafa skorað ljótasta markið á ferlinum
Jóladagatalið: Auðunn Blöndal og Gaui Þórðar í geitungavandræðum
Ísak bendir á augljóst vandamál: Erum ekki nógu góðir þar
Jóladagatalið: Allir á þjóðhátið, það er skylda hjá mér!
Æfingaleikur: Aron Kristófer skoraði frá miðju gegn Leikni
Jóladagatalið: Þið vitið aldrei neitt um okkur
„Láki tengdi okkur við góðan mann erlendis"
Ævintýraþjálfari Völsungs: Þegar þú ferðast um heiminn verður þú að taka ákvarðanir hratt
Ólafur Ingi: Heilt yfir stoltur en fannst við vera pínu klaufar
Margt í gangi í hausnum á Damir fyrir leikinn - „Spurðu þá sem stjórna klúbbnum“
Höskuldur: Þau eru ekkert verðugri en við að vera þarna
Anton Ari: Sannaði fyrir mér að við áttum alveg erindi hingað
   fim 11. desember 2025 21:36
Snæbjört Pálsdóttir
Andri Rafn: Ákveðinn léttir og mikil gleði að ná fyrsta sigrinum
Andri Rafn Yeoman leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks,
Andri Rafn Yeoman leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks,
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð

Breiðablik vann sinn fyrsta leik í Sambandsdeildinni í kvöld þegar þeir unnu írska liðið Shamrock Rovers 3-1 á Laugardalsvelli. 

Aðspurður um fyrstu viðbrögð eftir sigurleikinn svaraði Andri Rafn Yeoman leikjahæsti leikmaður í sögu Breiðabliks,

„Bara hrikalega góð tilfinning. Búnir að bíða lengi eftir að ná sigri hérna í deildarkeppninni á þessu stigi, þannig það er bara ákveðinn léttir en líka bara náttúrlega mikil gleði fyrst og fremst." 


Lestu um leikinn: Breiðablik 3 -  1 Shamrock Rovers

„Já kannski ekki fallegasti fótboltaleikur í heimi eða einhver svona leikur sem við spilum vanalega en við gerðum bara nokkuð vel. Finnst við byrja sterkt og fundu lausnir, Fannst þeir bregðast hratt við því og svona lokuðu á það sem við ætluðum að gera."

„Aðstæður nokkuð erfiðar, svona íslenskt veður og vindur einhvern veginn á annari hliðinni á vellinum og mér fannst við bara gera vel, þroskuð frammistaða hjá okkur. Í staðinn fyrir að vera að reyna eitthvað sem var ekki að ganga þá vorum við fljótir að átta okkur á hvernig leikur þetta væri og spiluðum bara þannig og unnum."

„Oft verið með kannski barnalegri nálgun á leikina og það hefur spilast gegn okkur þannig að þetta var svona nokkuð þroskuð frammtistaða heilt yfir en klárlega margt sem er hægt að gera betur."

Það var stemming í stúkunni þrátt fyrir ekta íslenskt skítaveður finna leikmennirnir það inn á vellinum?

„Já, já það er alltaf miklu skemmtilegra þegar það er fólk og læti í stúkunni. Svo náttúrlega skemmir ekki fyrir þegar bæði liðin eru svona fallega hvít og græn þannig að maður gerir varla greinarmun hvort þeir séu írskir áhorfendur eða íslenskir. Bara geggjað að sjá að fólk kíkir á völlinn í jólaörtröðinni og styður við okkur. Það er bara frábært."

Breiðabliksliðið fer fullt sjálfstraust út til Frakklands þar sem næsta verkefni verður lið Strasbourgar hverju megum við búast við þar?

„Það verður skemmtilegt verkefni að fara spila á móti svona risa liði á evrópskum mælikvarða. Við setjum saman eitthvað leikplan í þeim leik og ætlum bara að ná í úrslit sem setur okkur þá í stöðu að við getum mögulega haldið áfram í þessari keppni."

Viðtalið í heild má sjá í spilaranum hér að ofan


Athugasemdir
banner