Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   mið 23. desember 2020 13:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Man Utd sagt vera að vinna kapphlaupið um Caicedo
Moises Caicedo.
Moises Caicedo.
Mynd: Getty Images
Manchester United er að klára sín fyrstu kaup fyrir janúargluggann. Moises Caicedo er að ganga í raðir félagsins.

Caicedo er 19 ára gamall miðjumaður frá Ekvador, en fjölmiðill þar í landi segir að það sé komið á hreint að hann sé að fara þangað.

Caicedo hefur vakið áhuga frá AC Milan og RB Leipzig meðal annars, en Man Utd er sagt vera að vinna kapphlaupið um hann.

Samkvæmt Diario Extra er Manchester United búið að semja um 4,5 milljón punda kaupverð við Independiente del Valle, félagið sem hann spilar með í Ekvador.

Caicedo spilaði sína fyrstu landsleiki fyrir Ekvador í október og heillaði þar njósnara með frammistöðu sinni. Caicedo hefur talað um það að hann líti mikið upp til Paul Pogba, miðjumanns Man Utd, og N'Golo Kante, miðjumanns Chelsea.

Það er nú þegar ljóst að Amad Diallo, efnilegur kantmaður Atalanta, kemur til Man Utd í janúar.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner