fös 24. janúar 2020 20:40
Ívan Guðjón Baldursson
Borthwick-Jackson farinn til Oldham (Staðfest)
Mynd: Getty Images
Tími Cameron Borthwick-Jackson hjá Manchester United hefur tekið enda en samningur hans við félagið rennur út næsta sumar.

Varnarmaðurinn mun spila síðustu sex mánuði samningsins með Oldham Athletic í D-deildinni.

Borthwick-Jackson þótti mikið efni á sínum tíma og kom við sögu í tíu úrvalsdeildarleikjum á stjóratíð Louis van Gaal.

Hann var lánaður út til Wolves og Leeds United í Championship deildinni en þótti ekki nógu góður til að fá spiltíma. Því var hann lánaður í C-deildina næst þar sem hann féll með Scunthorpe United.

Síðasta haust var hann svo lánaður til Tranmere Rovers en tókst ekki að ryðja sér leið inn í byrjunarliðið. Þess vegna ákvað Man Utd að endurkalla hann úr láninu í janúar til að gefa honum spiltíma hjá öðru félagi.

Borthwick-Jackson verður falur á frjálsri sölu næsta sumar og bendir ekkert til þess að hann hafi það sem þarf til að spila í ensku úrvalsdeildinni eða Championship.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner