Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 20:45
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Erfitt hjá Williams - „Liverpool þarf nauðsynlega góðan miðvörð"
Williams átti erfitt uppdráttar í dag.
Williams átti erfitt uppdráttar í dag.
Mynd: Getty Images
Ef það er eitthvað sem tap Liverpool gegn Manchester United í FA-bikarnum í dag sannaði, þá er það að Liverpool vantar að fá inn miðvörð.

Rhys Williams spilaði í hjarta varnarinnar með Fabinho í dag. Strákurinn ungi átti erfitt uppdráttar gegn Marcus Rashford.

Williams hefur sýnt nokkuð góða frammistöðu þegar hann hefur fengið kallið, en hann virðist ekki alveg vera tilbúinn í stærstu leikina.

Hann fær nú mikla gagnrýni á samfélagsmiðlum en honum er hent í djúpu laugina vegna meiðsla Virgil van Dijk, Joe Gomez og Joel Matip.

Þrátt fyrir að Van Dijk og Gomez muni líklega ekki mikið spila á þessu tímabili, og Matip sé mjög brothættur, þá er ólíklegt að Liverpool sé að fara að kaupa miðvörð að sögn Jurgen Klopp. Fjárhagsáhyggjur vegna kórónuveirufaraldursins hafa þar áhrif og virðast eigendurnir ekki tilbúnir að opna veskið.

Melissa Reddy, sem skrifar fyrir Independent í Bretlandi, segir það lífsnauðsynlegt fyrir Liverpool að fá inn góðan miðvörð.

„Liverpool þarf nauðsynlega á góðum miðverði að halda. Til þess að kerfið þeirra virki almennilega, til þess að ungu leikmennirnir séu ekki gagnrýndir ósanngjarnt þegar þeir taka meira að sér en þeir eru tilbúnir fyrir og fyrir tímabilið í heild sinni," skrifar Reddy.

Liverpool hefur aðeins unnið einn af síðustu sex leikjum sínum og kom sá sigur gegn krakkaliði Aston Villa í FA-bikarnum.
Athugasemdir
banner
banner
banner
banner