Olise, Branthwaite, Gutierrez, Guimaraes, Zubimendi og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
banner
   sun 24. janúar 2021 21:40
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Ítalía: Markavélin tryggði Lazio sigur - Parma í veseni
Ciro Immobile.
Ciro Immobile.
Mynd: Getty Images
Þá eru allir leikir dagsins í deild þeirra bestu á Ítalíu búnir.

Í síðustu tveimur leikjunum í dag fóru Lazio og Sampdoria með sigra af hólmi.

Markamaskínan Ciro Immobile tryggði Lazio sigur á Sassuolo á heimavelli eftir að liðið hafði lent 1-0 undir. Immobile er kominn með 13 mörk í 17 leikjum fyrir Lazio sem er í sjöunda sæti deildarinnar. Sassuolo er í níunda sæti.

Lærisveinar Claudio Ranieri unnu 2-0 útisigur á Parma. Sampdoria er í tíunda sæti en Parma hefur átt í vandræðum og er í fallsæti eins og er. Parma hefur ekki unnið leik í deildinni síðan í nóvember og hefur núna farið í gegnum tíu leiki án sigurs.

Hér að neðan má sjá stöðutöfluna í deildinni en það gæti tekið tíma fyrir hana að uppfæra sig.

Lazio 2 - 1 Sassuolo
0-1 Francesco Caputo ('6 )
1-1 Sergej Milinkovic-Savic ('25 )
2-1 Ciro Immobile ('71 )

Parma 0 - 2 Sampdoria
0-1 Maya Yoshida ('25 )
0-2 Keita Balde ('34 )

Önnur úrslit í dag:
Ítalía: Arthur og McKennie afgreiddu Bologna
Ítalía: Verona skellti Napoli - Cagliari tapaði í Genúa
Athugasemdir
banner
banner