Malen, Maguire, Rashford, Greenwood, Yoro, Eriksen og fleiri góðir í slúðri dagsins
   sun 24. janúar 2021 06:00
Victor Pálsson
Neville: Gat ekki hafnað þessu boði
Mynd: Getty Images
Phil Neville, nýr stjóri Inter Miami, viðurkennir að hann hafi ekki getað hafnað tilboði liðsins en hann ákvað að yfirgefa enska kvennalandsliðið fyrir tækifæri í Bandaríkjunum.

Neville átti aðeins sex mánuði eftir af samningnum sínum við enska knattspyrnusambandið og eftir símtalið frá Miami ákvað hann að fara snemma.

Þessi fyrrum leikmaður Manchester United og Everton gerði vel með kvennalandsliðið en Sarina Wiegman átti að taka við liðinu um leið og samningnum lauk.

Neville mun vinna fyrir David Beckham hjá Inter Miami en þeir léku saman í Manchester á sínum tíma.

„Ég var með frábært starf og vann með stórkostlegu fólki. Ég verð að segja að ég vann með sumum af bestu leikmönnum sem ég hef unnið með og það var erfitt að kveðja fyrir nokkrum vikum," sagði Neville.

„Stundum færðu tækifæri á ferlinum sem þú getur hreinlega ekki neitað. Þegar ég fékk þetta tækifæri þá fékk ég mér sæti með yfirmanni mínum hjá sambandinu og útskýrði að þetta væri of gott tækifæri til að hafna."
Athugasemdir
banner
banner