Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 18:00
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Atletico Madrid blandar sér í baráttuna um Zinchenko
Mynd: Getty Images
Oleksandr Zinchenko, bakvörður Arsenal, er að öllum líkindum á leið frá Arsenal í janúar.

Dortmund hefur verið orðað við þennan 28 ára gamla Úkraínumann.

Sky í Þýskalandi greinir frá því að Atletico Madrid hafi einnig áhuga á honum en félagið er tilbúið að kaupa hann eða fá hann á láni með möguleika á að festa kaup á honum næsta sumar.

Þá kemur fram að Atletico sé líklegri áfangastaður þar sem pakkinn sé of dýr fyrir Dortmund en Zinchenko er metinn á rúmlega 20 milljónir evra.
Athugasemdir
banner
banner
banner