Dominic Solanke, sóknarmaður Tottenham, verður frá í um sex vikur vegna hnémeiðsla.
Solanke var einn fjórtán leikmanna sem voru fjarverandi hjá Tottenham í 3-2 sigrinum gegn Hoffenheim í Evrópudeildinni í gær.
Solanke var einn fjórtán leikmanna sem voru fjarverandi hjá Tottenham í 3-2 sigrinum gegn Hoffenheim í Evrópudeildinni í gær.
Solanke mun meðal annars missa af seinni leiknum gegn Liverpool í undanúrslitum deildabikarsins.
„Hann þarf ekki að fara í aðgerð og við búumst við um sex vikum, kannski kemur hann eitthvað fyrr. Bíðum og sjáum," segir Ange Postecoglou, stjóri Tottenham.
Á meiðslalista Tottenham má finna fleiri sóknarmenn en Solanke, þar eru Timo Werner og Brennan Johnson. Það er stutt í Yves Bissouma, Pape Sarr og Cristian Romero en meðal þeirra sem eru í langtímameiðslum er markvörðurinn Guglielmo Vicario.
Allir þrír leikmennirnir sem voru settir inná gegn Hoffenheim eru 19 ára eða yngri, þar á meðal var hinn 17 ára gamli Callum Olusesi sem lék sinn fyrsta leik.
Athugasemdir