Chelsea gæti gert tilboð í Garnacho - Man City vill Cambiaso - Dortmund dregur sig úr baráttunni um Rashford
   fös 24. janúar 2025 07:30
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Villas-Boas mætti á fréttamannafund og bað stuðningsmenn afsökunar
Mynd: Getty Images
Það gengur ekkert hjá Porto þessa dagana en liðið tapaði fjórða leik sínum í röð þegar liðið tapaði gegn Olympiakos í Evrópudeildinni í gær.

Liðið er í 25. sæti Meistaradeildarinnar, stigi frá því að komast áfram fyrir lokaumferðina þar sem liðið mætir Maccabi Tel-Aviv.

Taphrinan hófst í undanúrslitum portúgalska bikarsins gegn Sporting og svo fylgdu tveir tapleikir í deildinni á eftir fyrir leikinn í gær. Vitor Bruno, fyrrum stjóri liðsins, var rekinn í vikunni.

Andre Villas-Boas fyrrum stjóri Chelsea og Tottenham mætti á fréttamannafund í gærkvöldi til að biðja stuðningsmenn liðsins afsökunar á genginu að undanförnu.
Athugasemdir
banner
banner
banner