Kyle Walker er genginn til liðs við AC Milan frá Manchester City á láni en það er kaupmöguleiki í samningnum.
Walker hefur verið einn besti bakvörður Englands undanfarin ár en hefur ekki verið að finna sig i á þessu tímabili og vonast til að bæta sig á Ítalíu.
Milan ætlaði að fá hann til að taka við af Emerson Royal sem virtist vera á leið til Galatasaray en ekkert varð úr því eftir að Emerson meiddist illa á dögunum.
Milan spilar gegn Parma í deildinni um helgina en liðið er í 8. sæti sem er langt frá kröfunum sem eru gerðar til félagsins. Walker mun spila í treyju númer 32.
New Defender alert ?????
— AC Milan (@acmilan) January 24, 2025
Welcome, @kylewalker2! ?????#SempreMilan #DNACMilan
Athugasemdir