Rashford, Sesko, Walker, Garnacho, Vlahovic, Cunha, Pogba, Dorgu og fleiri góðir í slúðri dagsins
   fim 23. janúar 2025 10:48
Elvar Geir Magnússon
Eiginkonan fer með Walker til Mílanó - „Reyna að láta sambandið ganga upp“
Kyle Walker og Annie Kilner á EM í fyrra.
Kyle Walker og Annie Kilner á EM í fyrra.
Mynd: Getty Images
Það er frágengið að Kyle Walker spilar á láni hjá AC Milan út tímabilið en Manchester City mun halda áfram að borga laun varnarmannsins.

Walker hefur ekki verið í leikmannahópi City í síðustu leikjum, á meðan verið er að ganga frá málum. Hann hefur ekki verið sannfærandi á tímabilinu og virðist aldurinn vera farinn að segja til sín.

Þá hafa vandræði í einkalífinu verið umfjöllunarefni enskra götublaða en Walker og eiginkona hans Annie Kilner, sem voru á barmi skilnaðar á síðasta ári, ætla að reyna að láta sambandið ganga upp.

„Annie verður í flugvélinni með honum ásamt börnunum þeirra fjórum. Þau ætla að hefja nýjan kafla í sambandi sínu á Ítalíu. Kyle og Annie hafa átt hræðilegt ár," segir ónafngreindur fjölskylduvinur við Daily Mail.

Walker stóð í framhjáhaldi með raunveruleikastjörnunni Lauryn Goodman en það skilaði af sér tveimur börnum. Annie vissi af fyrra barninu en komst að því seinna á síðasta ári og þá hékk hjónabandið á bláþræði.
Athugasemdir
banner
banner
banner