Man Utd ætlar að bjóða Calvert-Lewin samning - Al Nassr á eftir Rodrygo - Chelsea fylgist með stöðu Nwaneri
banner
   mán 24. febrúar 2020 07:00
Ívan Guðjón Baldursson
Heimild: 433 
Erik Heiðar fyrirliði U13 liðs Sheffield Wednesday
433 greindi frá því að Erik Heiðar Guðbergsson, 12 ára, sé að spila með unglingaliði Sheffield Wednesday. Hann bar fyrirliðabandið og skoraði í leik á fimmtudaginn í síðustu viku.

Góð frammistaða hans með skólaliði sínu í Sheffield vakti athygli liða í efstu deildum á Englandi. Erik Heiðar fór á reynslu hjá félögum á borð við Leeds og Sheffield United en valdi að lokum að spila fyrir Sheffield Wednesday.

Erik Heiðar er frá Akranesi en hann býr í Sheffield með fjölskyldu sinni.

Meistaraflokkur liðsins leikur í Championship deildinni og er um miðja deild, ellefu stigum frá umspilssæti og ellefu stigum frá fallsæti.
Athugasemdir
banner