Barcelona og Man City vilja Olmo - Liverpool gæti reynt við Kudus - Chelsea og Barcelona hafa áhuga á Dybala
   mán 24. febrúar 2020 08:00
Ívan Guðjón Baldursson
Robertson sér eftir að hafa fellt Messi
Mynd: Getty Images
Andy Robertson og fleiri liðsfélagar hans úr Liverpool eru sammála um að Lionel Messi sé besti knattspyrnumaður heims.

Liverpool spilaði við Barcelona í útsláttarkeppni Meistaradeildarinnar í fyrra og komst áfram eftir sögulegan sigur á Anfield. Barcelona vann fyrri leikinn 3-0 heima en Robertson og félagar unnu seinni leikinn 4-0.

„Þegar ég hugsa um fortíðina þá er sjaldgæft að ég geri það með eftirsjá. Ef ég lít aftur á leikinn gegn Barca þá er eitt atvik sem ég sé eftir, atvikið með Lionel Messi. Þegar ég sá atvikið á mynd eftir leikinn leið mér illa, ég er ekki þessi tegund af leikmanni," sagði Robertson við Daily Mail.

„Þennan dag var andinn í liðinu ótrúlegur, í okkar huga var ekkert að fara að standa í vegi fyrir því að við færum áfram og stemningin á Anfield var rafmögnuð. Ég man ekki nákvæmlega eftir öllu sem gerðist en ég man að við Fabinho vorum að elta Messi og svo flæktust fótleggir okkar Messi saman. Þetta var vandræðalegt, að gera þetta við besta leikmann knattspyrnusögunnar...

„Ég ber ekkert nema virðingu fyrir Messi en við fórum í þennan leik með hugarfarið að við værum 3-0 undir og þyrftum að gefa okkur alla til að framkvæma kraftaverk. Kannski var þetta brot mitt það sem þurfti til að halda Messi órólegum, en ég sé samt eftir því. Þetta er ekki persónuleikinn minn, þetta er ekki leikstíllinn minn. Það voru margir hlutir sem gerðust þetta kvöld sem ég man ekki alveg eftir, það var ekki mikil hugsun bakvið ýmsar ákvarðanir."


Dómari leiksins tók ekki eftir brotinu og leyfði leiknum að halda áfram. Robertson var ekkert í því að rétta Messi höndina, heldur ýtti hann í haus argentínska snillingsins þar sem hann sat eftir á jörðinni.

„Stuðningsmenn voru ánægðir með þetta. Þeir vilja sjá ástríðu."
Athugasemdir
banner
banner
banner