Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   mán 24. febrúar 2020 12:22
Elvar Geir Magnússon
Xhaka: Ég er ekki maður sem flýr af hólmi
Granit Xhaka,
Granit Xhaka,
Mynd: Getty Images
Granit Xhaka óttaðist að hann hefði spilað sinn síðasta leik fyrir Arsenal eftir að hafa lent upp á kant við stuðningsmenn félagsins í október.

Xhaka segist stoltur af því að hafa náð að endurheimta orðspor sitt.

Þann 27. október var baulað á Xhaka þegar hann var tekinn af velli í jafnteflisleik gegn Crystal Palace. Xhaka brást reiður við, sendi merkjagjöf í átt að stúkunni og kallaði 'fokk off'. Hann reif sig svo úr treyjunni áður en hann óð beint inn í klefa.

í kjölfarið sendi Xhaka frá sér yfirlýsingu þar sem hann sagðist hafa fengið hótanir.

Xhaka hélt að hann myndi yfirgefa Arsenal í janúar en hefur náð sér aftur á strik undir stjórn Mikel Arteta. Ekki eru nein merki um illindi milli hans og stuðningsmanna lengur.

Hélt að hann hefði leikið sinn síðasta leik
„Ég ætla ekki að ljúga, það kom tímapunktur þar sem ég hélt að ég hefði leikið minn síðasta leik fyrir Arsenal. Þetta var ekki auðvelt fyrir mig og fjölskylduna. Ég vona að fólk sýni því skilning," segir Xhaka í viðtali við Evening Standard.

„Ég tel mig hafa sýnt karakter. Ég er ekki maður sem flýr af hólmi. Meðan ég er hér hjá þessu félagi er ég alltaf klár í að gefa allt mitt í verkefnið. Ég æfi mjög vel og það hefur verið ánægjulegt að snúa málum aftur við."

Xhaka var fyrirliði Arsenal en missti bandið og Pierre-Emerick Aubameyang var gerður að fyrirliða.

„Ég veit vel hvað ég get gefið liðinu, hvort sem ég er með fyrirliðabandið eða ekki. Ef félagið myndi í framtíðinni biðja mig um að taka við fyrirliðahlutverkinu aftur þá þyrfti ég að íhuga það vandlega," segir Xhaka.
Athugasemdir
banner
banner
banner