Guimaraes, Isak, Kimmich, Diaz, Branthwaite, Mainoo og fleiri góðir í slúðri dagsins
   mið 24. febrúar 2021 08:00
Brynjar Ingi Erluson
Kroos: Haaland og Mbappe geta ekki hjálpað okkur í kvöld
Toni Kroos
Toni Kroos
Mynd: Getty Images
Toni Kroos, miðjumaður Real Madrid á Spáni, svaraði spurningum fjömiðla á blaðamannafundi fyrir leikinn gegn Atalanta í gær en þar var hann meðal annars spurður út í þá Erling Braut Haaland og Kylian Mbappe.

Real Madrid mætir Atalanta í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld en fjölmiðlar höfðu þó meiri áhuga á að vita hans skoðun á Haaland og Mbappe.

Báðir framherjarnir hafa verið að spila vel upp á síðkastið og eru að mati margra bestu framherjar heims en þeir hafa báðir verið orðaðir við Real Madrid.

Þegar Kroos var spurður út í hvorn leikmanninn hann myndi vilja þá var svarið hans einfalt: „Benzema."

„Þetta eru tveir mjög svo góðir leikmenn og geta hjálpað hvaða liði sem er. Vandamálið er hins vegar að þeir geta ekki hjálpað mér í kvöld því ég er einbeittur á að spila þennan leik. Þessi spurning er fyrir Florentino Perez," sagði Kroos í lokin.
Athugasemdir
banner
banner