Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 20:56
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Aðalsteinn Jóhann og Bjarki Baldvins taka við Völsungi (Staðfest)
Mynd: Græni Herinn/Facebook

Völsungur hefur ráðið nýtt þjálfarateymi sem tekur við af Jóhanni Kristni Gunnarssyni sem var ráðinn til Þór/KA seinni hluta síðasta árs.


Aðalsteinn Jóhann Friðriksson verður aðalþjálfari liðsins og Bjarki Baldvinsson verður honum til aðstoðar. Aðalsteinn hefur verið við stjórnvölin í vetur og hefur heillað Húsvíkinga.

Hann gerir tveggja ára samning en hann mun stýra bæði karla og kvennaliðinu en Bjarki gerir samning út sumarið.

Aðalsteinn hefur stýrt kvennaliðinu síðustu þrjú ár en Bjarki er að taka sín fyrstu skref í þjálfun. Hann er uppalinn í Völsungi en hann lék 15 leiki með liðinu síðasta sumar.

„Verkefnið er stórt og mikið en ég er fullur tilhlökkunar á að takast á við það. Leikmannahópar liðanna eru, eins og svo oft áður hér á Húsavík, mjög ungir en klárlega mjög spennandi líka,“ sagði Aðalsteinn við undirskrift.

„Það að fá Bjarka inn í þetta er geggjað. Við þekkjumst vel eftir að hafa spilað saman þó nokkuð marg leiki og erum á sömu bylgjulengd með hvernig við viljum sjá boltann spilaðan. Sumarið verður hrikalega skemmtilegt og vonandi munu sem flestir styðja við bakið á liðunum okkar, mæta á völlinn og þannig hjálpa meistaraflokkunum okkar að gera þetta sumar sem eftirminnilegast."

Aðalsteinn og Bjarki þekkja félagið vel enda tveir leikjahæstu leikmenn félagsins.


Athugasemdir
banner
banner