Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 11:21
Hafliði Breiðfjörð
Drátturinn í Evrópudeildina: Arsenal til Lissabon og Man Utd mætir Betis
Man Utd fer til Spánar.
Man Utd fer til Spánar.
Mynd: EPA
Arsenal fer til Lissabon.
Arsenal fer til Lissabon.
Mynd: EPA

Nú rétt í þessu var lokið við að draga í 16 liða úrslit Evrópudeildar UEFA í höfuðsstöðvum UEFA í Nyon í Sviss.


Flestir hér á Íslandi biðu spenntir eftir örlögum ensku liðanna, Arsenal og Manchester United sem voru í sitthvorum styrkleikaflokknum en gátu þó ekki mæst því ljóst var að lið úr sama landi máttu ekki mætast.

Arsenal kom fyrst upp úr hattinum og fer til Portúgals þar sem liðið mætir Sporting Lissabon. Seinni leikurinn er á Englandi.

Man Utd byrjar á Englandi gegn Real Betis frá Spáni en dráttinn má sjá í heild sinni hér að neðan.

Fyrri leikirnir fara fram 9. mars næstkomandi og þeir síðari viku síðar.

Drátturinn:
Union Berlin - Union SG
Sevilla - Fenerbahce
Juventus - Freiburg
Bayer Leverkusen - Ferencvaros
Sporting Lissabon - Arsenal
Man Utd - Real Betis
Roma - Real Sociedad
Feyenoord - Shakhtar Donetsk


Athugasemdir
banner
banner
banner