Musiala efstur á blaði Man City - Sóknarmenn orðaðir við Arsenal - Colwill orðaður við Liverpool og PSG
   fös 24. febrúar 2023 12:25
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Drátturinn í Sambandsdeildina: Íslandsbanar voru í pottinum
Lech Poznan mætir Djurgården.
Lech Poznan mætir Djurgården.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Það var dregið í Evrópudeildina fyrir um klukkutíma síðan, en núna var svo að ljúka drætti í Sambandseildina.

Þetta er í annað sinn þar sem spilað er í þessari keppni eftir að hún var stofnuð, en Roma vann hana í fyrra - fyrst allra liða.

Vladimír Smicer, fyrrum leikmaður Liverpool, sá um að draga en úrslitaleikurinn í ár verður spilaður í Prag í Tékklandi - í heimalandi Smicer.

Það vekur athygli að Lech Poznan og Istanbul Basaksehir, sem slógu út Breiðablik og Víking Reykjavík úr þessari keppni síðasta sumar, eru bæði komin í 16-liða úrslitin. Lech mætir Djurgården frá Svíþjóð og Basaksehir mætir Gent frá Belgíu.

West Ham mætir AEK frá Kýpur, en hér fyrir neðan má sjá öll einvígin sem verða á þessu stigi keppninnar.

Drátturinn:
AEK Larnaca - West Ham
Fiorentina - Sivasspor
Lazio - AZ Alkmaar
Lech Poznan - Djurgården
Basel - Slovan Bratislava
Sheriff - Nice
Anderlecht - Villarreal
Gent - Istanbul Basaksehir

Sjá einnig:
Drátturinn í Evrópudeildina: Arsenal til Lissabon og Man Utd mætir Betis
Athugasemdir
banner
banner
banner