Amorim, Frank, Ten Hag, De Bruyne, Isak, Olise, Gyökeres og fleiri góðir í slúðurpakka dagsins
   fös 24. febrúar 2023 00:06
Brynjar Ingi Erluson
Lengjubikarinn: Skoraði þrennu á Ásvöllum
Álftanes vann RB
Álftanes vann RB
Mynd: Fótbolti.net - Einar Ásgeirsson
KÁ skoraði fimm gegn KB
KÁ skoraði fimm gegn KB
Mynd: Facebook-síða KÁ
KÁ og Álftanes unnu góða sigra í C-deild Lengjubikarsins í kvöld en Brynjar Bjarkason gerði þrennu fyrir KÁ í 5-2 sigri á KB á Ásvöllum.

Brynjar, sem kom frá Haukum á síðasta ári, skoraði fyrsta mark leiksins á 2. mínútu en Eyþór Atli Guðmundsson jafnaði fimmtán mínútum síðar. Ólafur Sveinmar Guðmundsson kom KÁ í forystu áður en hálfleikurinn var úti og bætti Brynjar við öðru marki sínu snemma í síðari hálfleiknum.

Kristján Hermann Þorkelsson kom KB aftur inn í leikinn á 52. mínútu en KÁ náði að drepa leikinn undir lokin. Brynjar fullkomnaði þrennu sína áður en Þórir Eiðsson gulltryggði sigurinn.

Álftanes lagði þá RB, 2-1, í riðli 6. Reynir Þór Valsson kom RB yfir á 38. mínútu áður en Ísak Óli Ólafsson jafnaði um miðjan síðari hálfleikinn.

Þegar níu mínútur voru eftir af venjulegum leiktíma tryggði Hreiðar Ingi Ársælsson Álftnesingum sigurinn með marki úr vítaspyrnu.

Úrslit og markaskorarar:

Riðill 1:

KÁ 5 - 2 KB
1-0 Brynjar Bjarkason ('2 )
1-1 Eyþór Atli Guðmundsson ('17 )
2-1 Ólafur Sveinmar Guðmundsson ('45 )
3-1 Brynjar Bjarkason ('52 )
3-2 Kristján Hermann Þorkelsson ('57 )
4-2 Brynjar Bjarkason ('86 )
5-2 Þórir Eiðsson ('90 )

Riðill 6:

RB 1 - 2 Álftanes
1-0 Reynir Þór Valsson ('39 )
1-1 Ísak Óli Ólafsson ('68 )
1-2 Hreiðar Ingi Ársælsson ('81 , Mark úr víti)
Athugasemdir
banner
banner
banner