Hver tekur við af Klopp? - Dani Olmo orðaður við Man Utd - Greenwood í skiptum fyrir Gleison Bremer
   fös 24. febrúar 2023 14:53
Elvar Geir Magnússon
„Mjög stutt í Conte, finn fyrir orkunni í honum“
Antonio Conte.
Antonio Conte.
Mynd: Getty Images
Antonio Conte hefur enn ekki jafnað sig að fullu eftir að hafa farið í gallblöðrutöku. Aðstoðarmaður hans, Cristian Stellini, verður áfram með stjórnartaumana þegar Tottenham leikur gegn Chelsea á sunnudaginn.

„Hann er ekki búinn að jafna sig. Það er þó mjög stutt í hann, ég finn fyrir orkunni í honum," segir Stellini.

„Við tölum stanslaust saman og hann er inni í öllu hérna. Hann getur horft á æfingar og maður finnur að hann er orðinn orkumeiri. Hann tekur þátt í öllum ákvörðunum."

Tottenham komst upp í fjórða sætið með sigri gegn West Ham í síðustu umferð. Stellini staðfestir að leikmannahópurinn verði óbreyttur frá þeim leik.

„Sami hópur, engar nýjar fréttir," segir Stellini. Hann segir að Richarlison hafi verið valinn fram yfir Son Heung-min þar sem verið væri að stýra álaginu á Suður-Kóreumanninum.

„Sonny hefur verið að glíma við smávægileg meiðsli en Richarlison hefur náð sér 100% eftir sín meiðsli. Við eigum fjóra leiki á tíu dögum og það er mikið álag. Ef einn leikmaður er 100% en hinn er 70% þá veljum við þann sem er 100%."
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Arsenal 28 20 4 4 70 24 +46 64
2 Liverpool 28 19 7 2 65 26 +39 64
3 Man City 28 19 6 3 63 28 +35 63
4 Aston Villa 29 17 5 7 60 42 +18 56
5 Tottenham 28 16 5 7 59 42 +17 53
6 Man Utd 28 15 2 11 39 39 0 47
7 West Ham 29 12 8 9 46 50 -4 44
8 Brighton 28 11 9 8 50 44 +6 42
9 Wolves 28 12 5 11 42 44 -2 41
10 Newcastle 28 12 4 12 59 48 +11 40
11 Chelsea 27 11 6 10 47 45 +2 39
12 Fulham 29 11 5 13 43 44 -1 38
13 Bournemouth 28 9 8 11 41 52 -11 35
14 Crystal Palace 28 7 8 13 33 48 -15 29
15 Brentford 29 7 5 17 41 54 -13 26
16 Everton 28 8 7 13 29 39 -10 25
17 Luton 29 5 7 17 42 60 -18 22
18 Nott. Forest 29 6 7 16 35 51 -16 21
19 Burnley 29 4 5 20 29 63 -34 17
20 Sheffield Utd 28 3 5 20 24 74 -50 14
Athugasemdir
banner
banner