Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 10:08
Elvar Geir Magnússon
Möguleiki á Partey hjá Arsenal
Mynd: EPA
Topplið Arsenal mætir Leicester í ensku úrvalsdeildinni á morgun klukkan 15. Mikel Arteta sagði á fréttamannafundi í dag að möguleiki væri á að miðjumaðurinn Thomas Partey yrði í hópnum.

Partey hefur misst af síðustu tveimur leikjum, gegn Manchester City og Aston Villa, vegna vöðvameiðsla.

„Partey hefur ekki náð að æfa mikið en það er útlit fyrir að hann gæti verið leikfær. Hann er mikilvægur og hefur verið saknað," segir Arteta.

Sóknarmaðurinn Gabriel Jesus er ekki klár en þó á batavegi. Hann hefur ekki spilað síðan deildin fór aftur af stað eftir HM hlé.

„Hann er að þróast vel. Hann er sífellt að gera meira á æfingasvæðinu og það koma ekki neikvæð viðbrögð frá hnénu, sem er mjög jákvætt. Við viljum fá hann til baka sem fyrst en virðum tímarammann sem læknarnir gefa út."

Leicester og Arsenal mætast á King Power klukkan 15 á morgun.
Stöðutaflan England Premier league - karlar
  L U J T ms: mf: mun Stig
1 Liverpool 36 25 8 3 83 37 +46 83
2 Arsenal 36 18 14 4 66 33 +33 68
3 Newcastle 36 20 6 10 68 45 +23 66
4 Man City 36 19 8 9 67 43 +24 65
5 Chelsea 36 18 9 9 62 43 +19 63
6 Aston Villa 36 18 9 9 56 49 +7 63
7 Nott. Forest 36 18 8 10 56 44 +12 62
8 Brentford 36 16 7 13 63 53 +10 55
9 Brighton 36 14 13 9 59 56 +3 55
10 Bournemouth 36 14 11 11 55 43 +12 53
11 Fulham 36 14 9 13 51 50 +1 51
12 Crystal Palace 36 12 13 11 46 48 -2 49
13 Everton 36 9 15 12 39 44 -5 42
14 Wolves 36 12 5 19 51 64 -13 41
15 West Ham 36 10 10 16 42 59 -17 40
16 Man Utd 36 10 9 17 42 53 -11 39
17 Tottenham 36 11 5 20 63 59 +4 38
18 Ipswich Town 36 4 10 22 35 77 -42 22
19 Leicester 36 5 7 24 31 78 -47 22
20 Southampton 36 2 6 28 25 82 -57 12
Athugasemdir
banner
banner