Frimpong orðaður við Liverpool - City reynir við Reijnders - Man Utd ætlar ekki að losa sig við Amorim
   fös 24. febrúar 2023 17:30
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Pickford búinn að skrifa undir - „Risastórt félag"
Enski landsliðsmarkvörðurinn Jordan Pickford er búinn að skrifa undir nýjan samning við Everton sem gildir til ársins 2027. Félagið staðfesti þetta í dag.

Þessi 28 ára gamli markvörður kom til Everton frá Sunderland árið 2017 eftir að hafa staðið sig frábærlega á fyrsta tímabili sem aðalmarkvörður Sunderland.

Pickford hefur á síðustu sex árum verið einn af björtu punktunum í liði Everton og þá eignað sér markvarðarstöðuna hjá enska landsliðinu.

„Ég er ánægður hérna og það er fjölskylda mín einnig. Við elskum að vera hjá Everton," segir Pickford.

„Everton er risastórt félag. Síðustu hafa ekki verið eins og við vildum hafa þau en núna erum við komnir með stjóra sem ég held að muni beina okkur í rétta átt."

Sean Dyche tók við stjórn Everton fyrir nokkrum vikum síðan, en liðið er í mikilli fallbaráttu sem stendur.
Athugasemdir