Man Utd skoðar það að fá Tuchel - Postecoglou fær fjármagn í sumar - Greenwood eftirstóttur á Englandi
banner
   fös 24. febrúar 2023 11:30
Brynjar Ingi Erluson
Scholes líkir Casemiro við Keane - „Kom mér svolítið á óvart"
Casemiro
Casemiro
Mynd: EPA
Paul Scholes
Paul Scholes
Mynd: Getty Images
Brasilíski miðjumaðurinn Casemiro hefur verið einn og ef ekki besti leikmaður Manchester United frá því hann kom frá Real Madrid á síðasta ári en Paul Scholes, fyrrum leikmaður United, hefur verið afar hrifinn af hans leik.

Það var nokkuð óvænt er Man Utd keypti Casemiro frá Real Madrid í ágúst á síðasta ári.

Hann hafði unnið Meistaradeildina í fimmta sinn með spænska félaginu og með bestu miðjumönnum heims.

United var í mikilli lægð og hafði átt sögulega slakt tímabil en Brasilíumaðurinn vildi fá nýja áskorun. Hann samþykkti að ganga í raðir United og hefur hann umturnað leik liðsins.

Casemiro er einn af fyrstu mönnum á blað þegar byrjunarliðið er valið og af ástæðu. Scholes, sem var partur af einu besta Man Utd-liði sögunnar, líkir honum við sjálfan Roy Keane.

„Casemiro er búinn að vera stórkostlegur á þessu tímabili. Hann er með frábæra reynslu og unnið svo marga titla með Real Madrid og er ómetanlegur fyrir yngri leikmennina í hópnum.“

„Það er eins og hann sé þjálfari á vellinum. Maður hefur séð muninn á liðinu frá því hann kom og hvað hann hefur gert. Mér finnst hann líka ekki fá nógu mikið hrós fyrir það hvernig hann spilar. Hann er rosalega góður að senda boltann, sem kom mér svolítið á óvart, þar sem við sáum Luka Modric og Toni Kroos stjórna leikjunum hjá Real Madrid.“

„Þessi strákur getur spilað. Ég hef líka heyrt mörgum sinnum að hann sé líklega besti sitjandi miðjumaður en ég sé hann ekki sem sitjandi miðjumann. Hann er bara alvöru United miðjumaður sem er allt í öllu. Maður sér hann ofarlega á vellinum, verjast og oft á köflum stjórna leikjum.“

„Hann líklega kemst eins næst Roy Keane og möguleiki er á. Hann er búinn að vera stórkostlegur og það að kalla hann sitjandi miðjumann er eiginlega óréttlæti í hans garð,“
sagði Scholes.
Athugasemdir
banner
banner
banner