Guimaraes, Silva, Van Persie, Yamal, Gil, Giroud og fleiri í slúðurpakkanum
   fös 24. febrúar 2023 14:00
Guðmundur Aðalsteinn Ásgeirsson
Wendie Renard tekur sér óvænt pásu frá franska landsliðinu
Wendie Renard.
Wendie Renard.
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Wendie Renard, sem hefur verið fyrirliði Frakka um nokkurt skeið, ætlar ekki að taka þátt á HM í sumar.

Renard greindi frá þessari ákvörðun sinni á samfélagsmiðlum en þar segir hún jafnframt að hún sé ósátt við það hvernig sé staðið að málum hjá franska landsliðinu.

Hin 32 ára gamla Renard er gríðarlega öflugur miðvörður og ein sú besta í sinni stöðu í heiminum. Hún á að baki 142 landsleik fyrir þjóð sína.

„Ég elska Frakkland meira en nokkuð annað. Ég er ekki fullkomin, langt frá því, en ég get ekki lengur stutt núverandi kerfi sem er langt frá því sem krafist er á hæsta stigi. Þetta er sorglegur dagur en nauðsynlegur til að varðveita andlega heilsu mína," skrifar Renard í færslu sinni.

Það er talað um það í frönskum fjölmiðlum að líklega sé Renard ósátt við þjálfarann Corinne Diacre. Þeim hefur áður lent saman.

Sjá einnig:
„Drekinn" sem gefur engan afslátt - Þjálfaði karlalið í þrjú ár
Athugasemdir
banner
banner