Man City gerir tilboð í Olmo - Barcelona reynir líka að fá spænska landsliðsmanninn - Wan-Bissaka vill ekki fara til West Ham
   lau 24. febrúar 2024 09:30
Ívan Guðjón Baldursson
Pep: Myndi ekki gagnrýna Haaland - De Bruyne missti af æfingu
Mynd: Jónína Guðbjörg Guðbjartsdóttir
Norski framherjinn Erling Braut Haaland verður stundum fyrir gagnrýni þegar honum tekst ekki að skora eða þegar hann klúðrar færum.

Hann verður væntanlega í byrjunarliðinu hjá Englandsmeisturum Manchester City þegar þeir heimsækja Bournemouth í ensku úrvalsdeildinni í dag.

Haaland skoraði ekki tvo leiki í röð en gerði svo eina mark leiksins í 1-0 sigri Man City gegn Brentford í vikunni.

„Ég myndi ekki vera að gagnrýna framherja sem skora svona mikið af mörkum. Ekki gagnrýna þannig framherja því hann mun loka þverrifunni á þér fyrr eða síðar, það er bókað mál," sagði Guardiola.

„Hann er ekki í sínu besta standi eftir að hafa verið fjarverandi vegna meiðsla í tvo mánuði og svo missti hann ömmu sína fyrir nokkrum vikum. Þetta hafa ekki verið auðveldir mánuðir fyrir hann."

Talið barst næst að belgísku stórstjörnunni Kevin De Bruyne, sem er nýlega kominn aftur til baka eftir fimm mánaða meiðsli.

„Kevin gat ekki æft með okkur í dag vegna óþæginda aftan í læri. Við vildum ekki taka neina áhættu, en honum líður vel og er klár í slaginn."
Athugasemdir
banner
banner
banner