Newcastle á eftir Scalvini - Barcelona snýr sér aftur að Díaz - Tottenham vill belgískan miðvörð
   þri 24. mars 2020 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Chelsea kaupir fyrirliða Bayern München (Staðfest)
Kvenaboltinn
Enska úrvalsdeildarfélagið Chelsea hefur fest kaup á þýsku landsliðskonunni Melanie Leupolz en hún kemur frá Bayern München.

Leupolz, sem er 25 ára gömul, er fyrirliði Bayern og hefur spilað með liðinu í sex ár og þá hefur hún spilað 66 landsleiki fyrir Þýskaland.

Chelsea hefur nú gengið frá kaupum á henni en hún gengur til liðs við félagið fyrir næsta tímabil.

Hún var í landsliðshópnum hjá Þýskalandi sem vann EM 2013 og Ólympíuleikana þremur árum síðar.
Athugasemdir
banner