Rashford yfirgefur Man Utd - Tottenham á eftir Alberti
   fös 24. mars 2023 06:00
Brynjar Ingi Erluson
Forseti bosníska sambandsins lofar þreföldum bónusgreiðslum
Icelandair
Mynd: Fótbolti.net - Hafliði Breiðfjörð
Leikmenn Bosníu og Herzegóvínu voru kampakátir með 3-0 sigur liðsins á Íslandi í undankeppni Evrópumótsins í gær og fögnuðu sigrinum innilega í klefanum og enn meira eftir loforð frá forseta fótboltasambandsins.

Bosnía keyrði yfir íslenska liðið í fyrstu umferð J-riðils og var sigur liðsins aldrei í hættu.

Eftir leikinn mætti Vico Zeljkovic, forseti bosníska fótboltasambandsins, inn í klefa og lofaði leikmönnum því að þeir myndu fá tvöfaldan bónus ef þeir ná í stig á móti Slóvakíu um helgina.

Hann kryddaði þetta svo enn meir því ef liðið mun vinna Slóvakíu þá fá þeir þrefaldar bónusgreiðslur og því margir leikmenn liðsins hungraðir í að taka öll stigin.


Athugasemdir
banner
banner
banner