
Arnar Gunnlaugsson fór ekki vel af stað sem landsliðsþjálfari Íslands. Liðið tapaði tvisvar gegn Kosóvó í fyrsta verkefni hans.
Strákarnir töpuðu einvíginu 5-2 samanlagt eftir 3-1 tap í Murcia á Spáni í gær. Frammistaðan í báðum leikjunum var slök og þá kannski sérstaklega í gær þar sem liðið var gríðarlega opið.
Strákarnir töpuðu einvíginu 5-2 samanlagt eftir 3-1 tap í Murcia á Spáni í gær. Frammistaðan í báðum leikjunum var slök og þá kannski sérstaklega í gær þar sem liðið var gríðarlega opið.
Það er áhugavert að núna hafa síðustu fjórir landsliðsþjálfarar karla allir byrjað á tveimur tapleikjum í sínum fyrsta glugga.
Heimir Hallgrímsson var síðasti landsliðsþjálfarinn til að taka allavega eitt stig í fyrsta glugga sínum með liðið. Eftir að Heimir tók einn við liðinu eftir EM 2016, þá byrjaði hann á jafntefli við Úkraínu úti og sigri gegn Finnlandi heima. Ísland komst svo í kjölfarið á HM 2018.
Eftir HM 2018, þá tók Erik Hamren við liðinu en hann byrjaði á flengingu gegn Sviss, 6-0, og svo 0-3 tapi gegn Belgíu heima. Í kjölfarið var Ísland nálægt því að komast á EM 2020.
Arnar Þór Viðarsson tók svo við liðinu af Hamren og hann byrjaði á því að tapa 3-0 gegn Þýskalandi og svo 2-0 gegn Armeníu.
Arnar Þór var rekinn eftir 3-0 tap gegn Bosníu í mars 2023 og í kjölfarið var Age Hareide ráðinn. Hans fyrsta verkefni voru tveir heimaleikir gegn Slóvakíu og Portúgal sem töpuðust naumlega, 1-2 og 0-1. Frammistaðan í þeim leikjum var þó mjög góð að mörgu leyti.
Frammistaðan var ekki góð gegn Kosóvó en í sumar fær Arnar, nýi landsliðsþjálfarinn, tvo vináttulandsleiki til að prófa sig meira áfram. Það eru leikir gegn Skotlandi og Norður-Írlandi. Svo hefst undankeppnin fyrir HM í september og þá er eins gott að það verði framfarir. Draumurinn er nefnilega að komast inn á HM 2026 og til þess þarf liðið að eiga ótrúlega góða undankeppni.
Athugasemdir