Trent búinn að semja við Real um kaup og kjör - Man Utd ætlar að losa sig við Rashford og Casemiro - United skoðar ungan Tyrkja
   mán 24. mars 2025 22:02
Jóhann Þór Hólmgrímsson
Fagnaði ekki fyrsta landsliðsmarkinu sínu - „Var svolítið hissa"
Mynd: EPA
Reece James var í byrjunarliði enska landsliðsins í fyrsta sinn í rúm tvö ár. Hann fagnaði því með því að skora stórkostlegt mark beint úr aukaspyrnu.

Þetta var fyrsta landsliðsmark hans en það vakti athygli að hann sýndi lítil sem engin viðbrögð eftir að boltinn fór í netið.

„Það er orðið langt síðan síðast. Ég hef átt svekkjandi tvö ár. Ég er svo ánægður að fá kallið í landsliðið aftur. Ég sá vegginn og fannst ég geta snúið boltanum framhjá, ég var svolítið hissa að boltinn fór í netið. Mér fannst eins og markmaðurinn hefði getað varið en eftir að hafa séð markið aftur var það erfitt fyrir hann," sagði James.

Liðið er með sex stig eftir tvo leiki en liðið vann Albaníu á föstudaginn. Þetta voru fyrstu leikir landsliðsins undir stjórn Thomas Tuchel sem var stjóri James hjá Chelsea frá 2021-2022.

„Hugmyndirnar hjá Thomas Tuchel eru augljósar, við erum með eitt markmið og það byrjaði í þessari viku og fram að HM," sagði James.
Athugasemdir
banner
banner
banner